Pages

Tónlistarsumarbúðir á Eiðum 2016

SUMARIÐ 2016


3. – 8. ágúst; 13 – 16 ára

10 – 15. ágúst; 10 – 12 ára

Verð – 32 000 kr. /systkinaafsláttur 30 %/

Upplýsingar gefur Sunčana – 867-3083 / 471-3818

Skráning á netfangið sunchaz@hotmail.com. 

Gefa skal upp nafn, kennitölu og heimilsifang barnsins og nafn og símanúmer annars foreldris. Skráningareyðublöðin verða svo send rafrænt. Þau má svo senda tilbaka rafrænt (nauðsynlegt er að skanna eyðublöðin vegna undirskrifta) eða með venjulegum pósti á heimilisfangið:

Sunčana Slamnig
Garði, Eiðum 
701 Egilsstaðir

_______________________________


Nánar um sumarbúðirnar


Í Tónlistarsumarbúðunum er boðið upp á fimm daga dvöl fyrir börn á aldrinum 10-16 ára.
Áhersla er á tónlist, útivist og ánægjulega samveru.

Sumarbúðirnar eru ætlaðar áhugasamum tónlistarnemum sem hafa ákveðna færni á sitt hljóðfæri og hafa grunnþekkingu í tónfræði. 

Tónlistarkennsla fer fram í hinum ýmsu hljómsveitum. Stórsveitin, hljómsveit allra þátttakenda, æfir fyrirfram ákveðin og útsett verkefni en starfsemin mótast einnig af áhuga barnanna. Til þess að koma til móts við þau eru stofnaðar minni hljómsveitir þar sem æfð eru tónverk að þeirra eigin vali.

Þátttakendur semja einnig sjálfir og úsetja verk sín með aðstoð starfsfólks.

Í sumarbúðunum kynnast börnin hinum ýmsu tónlistarstefnum og tónlistarheimi sem þeim er framandi. Saman smíðum við hljóðfæri, teiknum, málum og leirum. 

Starfsemi sumarbúðanna fer fram í Barnaskólanum á Eiðum en umhverfið í grennd við skólann er fallegt, þar eru vötn, skóglendi og lækir. Börnin fá tækifæri til að veiða, fara á báta, baða sig, fara á hestbak og umgangast hin ýmsu dýr.

Gestakennarar heimsækja sumarbúðirnar svo sem danskennarar og annað skemmtilegt tónlistarfólk.

Dvölinni lýkur með tónleikum allra þátttakenda.

Starfsmenn sumarbúðanna 2016 verða: 
Berglind Halldórsdóttir, tónlistarkennari
Charles Ross, tónlistarkennari og tónskáld
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, tónskáld
Margrét Pálsdóttir, myndlistarkennaranemi
Sunčana Slamnig, tónlistar- og náttúrufræðikennari

____________________________________